top of page

Skilmálar

Ábyrgð Rvk Cocktails og viðskiptavina:

Það er á ábyrgð þess sem bókar Rvk Cocktails að kynna sér og samþykkja þessa skilmála, ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband.

Það er einnig á ábyrgð þess sem bókar Rvk Cocktails að vera í samskiptum við starfsfólk Rvk Cocktails varðandi allar breytingar sem kunna að verða á pöntuninni á meðan á viðburði stendur.

Það er á ábyrgð viðskiptavina að ákveða hvort panta eigi fleiri drykki eða ekki. Starfsfólk Rvk Cocktails tekur ekki ákvarðinur um neitt er varðar pöntun viðskiptavinarins eða magn drykkja.

Það er á ábyrgð Rvk Cocktails að upplifun viðskiptavina okkar verði með besta móti og gæði þjónustunnar og drykkjana sé alltaf höfð í fyrirrúmi.

Magn drykkja:

Viðskiptavinir Rvk Cocktails skuldbinda sig til að greiða fyrir það magn drykkja sem pantað er fyrir hvern viðburð. Ef svo kynni að gerast að ekki allt klárist þá fá viðskiptavinir okkar 20% afslátt af þeim drykkjum sem eru ekki drukknir umfram lágmarkspöntun. Ástæðana er sú að við vinnum eingöngu með ferska djúsa og síróp sem við gerum sjálf, því nýtist ferska hráefnið ekki lengi.

Hinsvegar tökum við allt áfengi til baka svo því fá viðskiptavinir afslátt á þeim drykkjum sem eru pantaðir en ekki gerðir.

Dæmi 1:
120 drykkir pantaðir og 72 drykkir gerðir.
80 drykkir á fullu verði
40 drykkir á 20% afslætti

Dæmi 2:
120 drykkir pantaðir og 96 drykkir gerðir
96 drykkir á fullu verði
24 drykkir á 20% afslætti

Dæmi 3:
120 drykkir pantaðir og 144 drykkir gerðir
144 drykkir á fullu verði

Tími í afgreiðslu:

Það fylgir 3klst barafsgreiðsla ef pantaðir eru yfir 100 drykkir en annars 2klst barafgreiðsla.

Það á ekki við um þann tíma sem við erum að stilla upp og taka niður heldur eingöngu um tímann sem barinn er opinn.

Dæmi:
Viðburður er bókaður frá kl 19:00-22:00 - 250 drykkir
Við mætum kl 18:00
Barinn opnar kl 19:00
Barinn lokar kl 22:00
Við þrífum og göngum frá til 22:45

Við reynum að sjálfsögðu að vera liðleg með þetta og ef það eru fáir drykkir eftir þá lokum við að sjálfsögðu ekki barnum á slaginu kl 22:00. Hinsvegar getum við ekki verið mikið lengur á staðnum án þess að það bætist við tímagjald.

Tímagjald:

Tímagjald er innifalið í drykkjaverðinu (sjá “Tími í afgreiðslu”)
Ef viðskiptavinur óskar þess að við séum lengur að afgreiða drykki en þann tíma sem fylgir með bókuninni fer verðið eftir umfangi viðburðarins.

1 Barþjónn - 15.000kr/klst
2 Barþjónar - 30.000kr/klst
3 Barþjónar - 45.000kr
4-5 Barþjónar - 60.000kr
6-8 Barþjónar - 90.000kr

Tímagjald fellur niður ef viðskiptavinir bæta við drykkjum (sjá næsta lið).

Ef viðskiptavinir vilja bæta við drykkjum:

Greitt er fyrir auka drykki samkvæmt verðskrá Rvk Cocktails.
 

Við komum alltaf með auka hráefni með okkur ef viðskiptavinir vilja bæta við drykkjum á staðnum. Ef viðskiptavinir bæta við drykkjum umfram andvirði tímagjaldsins fellur það niður.

Dæmi:
120 drykkir pantaðir, tíminn er búinn, gerðir hafa verið 114 drykkir og viðskiptavinur vill bæta við 20 drykkjum.
Þá fellur niður klst gjaldið sem er hér að ofan.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá tilboð í þinn viðburð eða ef þú vilt nánari útskýringu á skilmálunum okkar.

Við hlökkum til að taka viðburðinn þinn upp á næsta plan!
Reykjavík Cocktails teymið 

bottom of page