top of page
IMG_1704.jpg

Reykjavík Cocktails var stofnað árið 2018 og er leiðandi bar og kokteilaveisluþjónusta sem samanstendur af hópi reynslumikilla barþjóna.

Við lítum á hvern viðburð sem einstakt tækifæri til drykkjasköpunar og framúrskarandi þjónustu.

Hvort sem um er að ræða veislu í heimahúsi, brúðkaup, árshátíð eða aðra viðburði þá erum við vel í stakk búin til að gera þína veislu ógleymanlega!

​SÉRSTAÐA OKKAR

Við bjóðum upp á háklassa kokteila, bjór, vín og óáfenga drykki fyrir hvert tilefni.

Við höfum mikla reynslu af barþjónustu og innan okkar raða eru
 hressustu barþjónar landsins. Við höfum gert það að okkar megin markmiði að skapa magnaða upplifun í hvaða samkvæmi sem er.


Til að nálgast verð og hugmyndir fyrir þína veislu er einfaldlega best að hafa samband.

IMG_2045.jpg
HVAÐA PAKKI HENTAR FYRIR MINN VIÐBURÐ?

Við bjóðum upp á nokkra mismunandi pakka fyrir mismunandi tilefni og stærðir á hópum.

IMG_2484.jpg

KOKTEILAR

Á kokteilaseðlinum er að finna bæði klassíska kokteila og okkar eigin drykki sem við höfum þróað í gegnum árin.

 

Við getum þróað sérstakan kokteil fyrir þína veislu, að þínum óskum. 

Við bjóðum einnig upp á kaldan bjór, vín og óáfenga drykki á góðu verði.

IMG_2286.jpg
bottom of page